Haukar kafsigldu HK í síðari hálfleik
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Freyr Aronsson (Sævar Jónasson)

Haukar tóku á móti HK í kvöld í 11. umferð Olísdeildar karla í Kuehne+Nagel höllinni.

HK byrjaði leikinn töluvert betur en heimamenn og leiddu með þrem mörkum eftir 20 mínútna leik. Brynjar Vignir var mættur í mark HK og spilaði virkilega vel í fyrri hálfleik líkt og Aron Rafn í marki Hauka.

Haukar unnu sig hægt og rólega inn í leikinn og staðan í hálfleik var 12-11 heimamönnum í vil.

Gunnar Magnússon þjálfari Hauka hefur greinilega látið sína menn heyra það vel í hálfleik því Haukar komu miklu ferskari út í seinni hálfleikinn heldur en þann fyrri. Aron Rafn hélt uppteknum hætti frá þeim fyrri og hreinlega lokaði markinu á löngum köflum og endaði með tæplega 50% markvörslu.

Það er skemmst frá því að segja að Haukar rúlluðu fyrir HK í síðari hálfleik og lokatölur leiksins urðu 33-19. HK skoraði því einungis 7 mörk í síðari hálfleik.

Markahæstir í liði Hauka í kvöld voru Freyr Aronsson og Birkir Snær Steinsson með 7 mörk hvor en hjá HK var Sigurður Jefferson Guarino markahæstur með 9 mörk.

Haukar halda því toppsætinu í deildinni með þessum sigri.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top