Elísa glímir við meiðsli – Alexandra fer með til Færeyja
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elísa Elíasdóttir (Kristinn Steinn Traustason)

Alexandra Líf Arnarsdóttir línumaður Hauka ferðast með íslenska kvennalandsliðinu til Færeyja nú í hádeginu. Þetta staðfesti Arnar Pétursson í samtali við Handkastið nú rétt í þessu.

Stelpurnar okkar leika sinn eina og seinasta æfingaleik fyrir heimsmeistaramótið annað kvöld gegn Færeyjum í Færeyjum en leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV og hefst klukkan 19:00.

Elísa Elíasdóttir leikmaður Vals hefur verið að glíma við meiðsli á öxl eftir Evrópuleik Vals gegn Blomberg-Lippe um síðustu helgi. Alexandra Líf hefur því verið að æfa með íslenska landsliðinu í þessari viku og ferðast með liðinu til Færeyja.

Andrea Jacobsen ferðast hinsvegar ekki með liðinu til Færeyja og verður í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara um helgina. Arnar sagði í samtali við Handkastið að það væri enn möguleiki á því að Andrea gæti spilað fyrsta leik Íslands á HM gegn Þýskalandi á miðvikudaginn.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top