Sjóðheitur Gidsel í liði umferðarinnar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Mathias Gidsel (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

13.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar lauk í fyrradag þegar að tveir leikir áttu sér stað. Áfram er íslendingalið Magdeburg taplaust og situr á toppi deildarinnar með 16 stig. Í gær gaf Dakin handball út lið 13.umferðar og er það eftirfarandi:

Sergey Hernandez(Magdeburg)

Sergey Hernandez markvörðu íslendingaliðs Magdeburg átti góðan leik þegar lið hans sigraði Wetzlar. Sergey varði 14 bolta (41.2%)

Caper Mortensen(Hamburg)

Caper Mortensen liðsfélagi Einars Þorsteins átti góðan leik er liðið hans bar sigur af hólmi gegn Erlangan. En Casper skoraði 10 mörk í leiknum.

Julian Köster(Gummersbach)

Julian Köster lærisveinn Guðjóns Vals átti fínan leik þegar Gummersbach sigraði botnlið deildarinnar í Leipzig. Köster skoraði 7 mörk og gaf 1 stoðsendingu.

Leif Tissier(Hannover)

Leif Tissier miðjumaður Hannover átti fínan leik þegar lið hans sigraði lærisveina Arnórs Þórs í Bergischer. Leif skoraði 8 mörk ásamt því að hafa gefið 5 stoðsendingar.

Mathias Gidsel(Füchse Berlin)

Mathias Gidsel og félagar unnu sigur á Hauk Þrastar og félögum í Rhein-Neckar Löwen með þriggja marka mun 30-33. Mathias átti afar góðan leik þar sem hann skoraði 12 mörk og gaf 7 stoðsendingar.

Fredrerik Bo Andersen(Hamburg)

Fredrerik Bo Andersen hægra hornamaður Hamburg átti hinn fínasta leik þessa umferðina, þegar hann skoraði 9 mörk í sigri á Erlangan.

Jannik Kohlbacher(Rhein-Neckar Löwen)

Jannik Kohlbacher línumaður Löwen átti góðan leik er Löwen tapaði gegn Füchse Berlin í Sap Arena í fyrradag. Jannik skoraði 9 mörk og gaf 1 stoðsendingu í leiknum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 25
Scroll to Top