Óstöðvandi í Meistaradeildinni – Þetta var ekki auðvelt
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gísli Þorgeir Kristjánsson SC Magdeburg ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Magdeburg hélt sigurgöngu sinni áfram í Meistaradeild Evrópu í gær er liðið vann góðan útivallarsigur þegar liðið lagði Eurofarm Pelister 31–26 í Norður-Makedóníu.

Magdeburg var með þægilega forystu allan seinni hálfleikinn og voru mest sjö mörkum yfir í seinni hálfleik 23-16. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk í leiknum og gaf sex stoðsendingar.

,,Ég er rosalega sáttur með hvernig við tókumst á við þetta. Við héldum ró okkar í þessu tryllta andrúmslofti. Það er ekki auðvelt, en við kláruðum þetta. Við getum vissulega bætt okkur enn frekar, en það eru bara tvö stig í boði og við tókum þau. Ég er mjög ánægður með þetta,” sagði Gísli á heimasíðu félagsins.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og Elvar Örn Jónsson skoraði eitt. Magdeburg er með fullt hús stiga í B-riðli Meistaradeildarinnar eftir níu leiki. Barcelona eru fjórum stigum á eftir Magdeburg en eiga leik gegn GOG í Danmörku í dag klukkan 17:45.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top