Ómar Ingi Magnússon SC Magdeburg ((Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)
Sjö leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Dagurinn hófst með leik Lemgo og Kiel sem lauk með 23-23 jafntefli þar sem heimamenn í Lemgo jöfnuðu þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Samuel Zehnder var markahæstur í liði heimamanna með 8 mörk en hjá Kiel var það Elías frá Skipagötu sem skoraði 6 mörk. Kiel eru í 3. sæti í deildinni eftir leikinn og Lemgo eru 2 stigum á eftir í 4.sætinu. Fusche Berlin tók á móti Rúnar Sigtryggsyni og félögum í Wetzlar í Berlín. Leiknum lauk með 7 marka sigri Berlín, 35-28. Mathias Gidsel var markahæstur eins og svo oft áður með 10 mörk en hjá Wetzlar var Philipp Ahouansou markahæstur með 8 mörk. Fusche Berlin eru í 5.sæti deildinnar meðan Wetzlar eru í næstneðsta sæti deildinnar með 5 stig. Melsungen fengu Bergischer í heimsókn og unnu leikinn 33-28. Arnar Freyr Arnarsson var í hóp hjá Melsungen en náði ekki að skora. Reynir Þór Stefánsson var ekki í leikmannahóp Melsungen. Arnór Þór Gunnarsson þjálfar Bergischer sem sitja í 15.sæti deildinnar. Hannover Burgdorf tóku á móti Stuttgart í Hannover í dag. Heimamenn unnu leikinn 28-22 og var Leif Tissier markahæstur í liði heimamanna með 7 mörk og hjá Stuttgart var Lenny Rubin markahæstur einnig með 7 mörk. Hamburg og Minden léku í Hamburg seinni partinn þar sem Hamburg unnu leikinn 32-26. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði 1 mark fyrir Hamburg í dag en þeir sitja í 9.sæti deildinnar. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Gummersbach fengu Magdeburg í heimsókn í sannkölluðum Íslendingaslag þar sem Magdeburg hafði betur í miklum spennuleik 31-32 þar sem sigurmarkið kom 9 sekúndum fyrir leikslok. Ómar Ingi skoraði 11 mörk fyrir Magdeburg. Gísli Þorgeir skoraði 4 mörk og gaf 5 stoðsendingar og Elvar Örn Jónsson skoraði 1 mark. Hjá Gummersbach skoraði Elliði Snær Viðarsson 2 mörk. Magdeburg eru í toppsætinu með 31 stig meðan Gummersbach eru í 6.sæti deildinnar eftir leiki dagsins. Lokaleikur dagsins fór fram í Flensburg þar sem heimamenn í Flensburg tóku á móti Rhein Necker Löwen. Flensburg unnu leikinn 33-29 þar sem Simon Pytlick skoraði 8 mörk. Haukur Þrastarson var aftur á móti markahæstur á vellinum og skoraði 10 mörk í 4 marka tapi sinna manna sem sitja í 8.sæti deildinnar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.