Morten Olsen (Martin BERNETTI / AFP)
Íþróttastjóri danska úrvalsdeildarliðsins Ringsted, Morten Olsen neitar ásökunum um að hafa gefið stuðningsmönnum Bjerringbro/Silkeborg fingurinn eftir sigur Ringsted gegn liðinu í 8-liða úrslitum danska bikarsins í vikunni. Morten Olsen lék með Bjerringbro-Silkeborg á ferlinum tímabilið 2007-2010 og svo lauk hann ferlinum í sumar eftir eins og hálfs árs veru hjá félaginu. Í dag er hann íþróttastjóri Ringsted þar sem Íslendingarnir, Ísak Gústafsson og Guðmundur Bragi Ástþórsson leika með. Morten Olsen viðurkennir að hafa fagnað fyrir framan stuðningsmenn Bjerringbro-Silkeborg eftir 30-29 sigur TMS Ringsted í 8-liða úrslitum bikarsins á miðvikudagskvöldið en neitar alfarið ásökunum um að hafa gefið stuðningsmönnum fingri og hrópað dónalegum orðum til þeirra. Eftir leikinn lýsti Midtjyllands Avis því hvernig Olsen, í fagnaðarlátunum eftir leik, á að hafa hlaupið að 150 stuðningsmönnum BSH sem voru með honum í för og hagað sér óíþróttamannslega. Meðal viðstaddra ræddi Henriette Fuglsang, stuðningsmaður BSH, við blaðið um meinta hegðun Olsen. Olsen hafnar þessari fullyrðingu hinsvegar og leggur áherslu á að hann hafi aðeins fagnað sigrinum í átt að stuðningsmönnum BSH meðal annars í kjölfar munnlegrar áreitni úr stúkunni. Samkvæmt Olsen var hann uppnefndur í leiknum af stuðningsmönnum félagsins. „Ég gæti ekki hugsað mér að hafa gert þetta,“ segir Morten Olsen viðTV 2 Sporten og útskýrir að myndbandsupptökur af atvikinu sýni hann fagna með krepptum hnefum og handleggjunum niður með síðum. Hvergi sést í myndskeiðinu Olsen sýna stuðningsmönnum BSH löngutöng. TV 2 Sport hefur séð myndbandið og staðfestir orð Olsen. Samkvæmt Morten Olsen fóru aðdáendurnir að hrópa „Morten Møgsvin“ eða á íslensku “Morten skítuga svín”. Með sigrinum er TMS Ringsted komið í undanúrslit bikarsins og mætir þar Sønderjyske. GOG og Álaborg mætast í hinum undanúrslitaleiknum í Boxen í Herning 14. febrúar, en úrslitaleikurinn og bronsleikurinn verða leikinn daginn eftir.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.