Líklegt að lykilmaður Pólverja verði klár í slaginn fyrir EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Michal Olejniczak - Kielce (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Pólsta stórliðið, Industria Kielce greinir frá jákvæðum tíðindum af tveimur lykilmönnum liðsins sem hafa verið frá keppni vegna meiðsla að undanförnu. Um er að ræða þá Michał Olejniczak og Benoit Kounkoud, en búist er við að báðir verði tilbúnir til að snúa aftur með liði Kielce þegar keppni hefst aftur eftir EM pásuna í febrúar. 

Á þriðjudaginn sendi Industria Kielce frá sér tilkynningu um meiðslastöðu Michał Olejniczak og Benoit Kounkoud, en báðir hafa verið frá keppni í síðustu leikjum vegna meiðsla. Samkvæmt félaginu gengur endurhæfingin samkvæmt áætlun hjá báðum leikmönnunum.

Michał Olejniczak meiddist á aftan í læri um miðjan nóvember í útileik gegn Álaborg í Meistaradeildinni og hefur síðan þá verið frá keppni. Samkvæmt Kielce gerir félagið ráð fyrir því að Michał Olejniczak geti leikið með pólska landsliðinu á EM en Pólland er í riðli með Íslandi og mætast þjóðirnar í öðrum leik riðilsins, sunnudaginn 18.janúar í Kristianstad. 

Frakkinn, Benoit Kounkoud meiddist einnig í nóvember þegar hann greindist með slitið liðbönd í hné. Franski hægri hornamaðurinn gekkst undir speglunaraðgerð á hné í kjölfarið þar sem skemmdi hluti liðbandanna var fjarlægður. Félagið segist gera ráð fyrir því að Kounkoud geti byrjað að leika með félaginu eftir EM pásuna.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 10
Scroll to Top