Færeyjar hafa orðið fyrir áfalli fyrir EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Færeyjar - Elias Ellefsen a Skipagotu (Piotr Matusewicz / DPPI via AFP)

Karla landslið Færeyja hefur orðið fyrir blóðtöku fyrir Evrópumótið sem hefst í janúar því einn af tveimur markmönnum sem valdir voru í lokahópinn, Aleksander Lacok markvörður St. Gallen í Sviss hefur þurft að draga sig úr lokahópnum.

Færeyska handknattleikssambandið tilkynnti þetta fyrr í dag en Aleksander varð fyrir því óláni að meiðast í síðast leik liðsins í Sviss og þarf að gangast undir aðgerð.

Inn í hópinn hefur verið kallaður Tórður Skorheim Guttesen sem er 28 ára og hefur allan sinn feril leikið með Kyndil í heimalandinu.

Færeyjar eru í D-riðli Evrópumótsins í riðli með Svartfjallalandi, Slóveníu og Sviss en tvö efstu lið riðilsins fara áfram í milliriðil. Þar gætu þær þjóðir mætt Íslandi, komist Íslands upp úr sínum riðli.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 44
Scroll to Top