Lukas Herburger (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Spánverjinn, Iker Romero er á leið á sitt fyrsta stórmót sem landsliðsþjálfari en hann tók við landsliði Austurríkis fyrr á þessu ári. Hann hefur valið átján manna leikmanna hóp sinn fyrir Evrópumótið sem fer fram í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og hefst 15. janúar. Austurríki er í riðli með Spánverjum, Þjóðverjum og Serbum í A-riðli en Ísland gæti mætt Austurríki í síðasta æfingaleik sínum fyrir EM á Golden League mótinu sem haldið er í París. Ísland mætir þar Slóveníu á meðan Austurríki mætir Frökkum. Sigurvegarar mætast síðan í öðrum leik mótsins á meðan þjóðirnar sem töpuðu fyrri leiknum mætast. Franko Lastro hægri hornamaður Göppingen er að glíma við meiðsli og verður því ekki með Austurríki á EM en gleðitíðindin eru þau að Lukas Herburger línumaður Fuchse Berlínar snýr til baka eftir meiðsli og verður með á EM. Herbergur gengur í raðir HC Krienz-Luxern næsta sumar. Lukas Herburger meiddist illa á ökkla í leik Fucshe Berlín gegn Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni undir lok síðasta tímabils. Hann lék sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Wetzlar um síðustu helgi. Hér að neðan má sjá 18 manna lokahóp Austurríkis fyrir EM.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.