Iker Romero velur sinn fyrsta lokahóp fyrir stórmót
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Lukas Herburger (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Spánverjinn, Iker Romero er á leið á sitt fyrsta stórmót sem landsliðsþjálfari en hann tók við landsliði Austurríkis fyrr á þessu ári. Hann hefur valið átján manna leikmanna hóp sinn fyrir Evrópumótið sem fer fram í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og hefst 15. janúar.

Austurríki er í riðli með Spánverjum, Þjóðverjum og Serbum í A-riðli en Ísland gæti mætt Austurríki í síðasta æfingaleik sínum fyrir EM á Golden League mótinu sem haldið er í París. Ísland mætir þar Slóveníu á meðan Austurríki mætir Frökkum. Sigurvegarar mætast síðan í öðrum leik mótsins á meðan þjóðirnar sem töpuðu fyrri leiknum mætast.

Franko Lastro hægri hornamaður Göppingen er að glíma við meiðsli og verður því ekki með Austurríki á EM en gleðitíðindin eru þau að Lukas Herburger línumaður Fuchse Berlínar snýr til baka eftir meiðsli og verður með á EM. Herbergur gengur í raðir HC Krienz-Luxern næsta sumar.

Lukas Herburger meiddist illa á ökkla í leik Fucshe Berlín gegn Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni undir lok síðasta tímabils. Hann lék sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Wetzlar um síðustu helgi.

Hér að neðan má sjá 18 manna lokahóp Austurríkis fyrir EM.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 7
Scroll to Top