Sjáðu rauða spjaldið sem Ýmir fékk eftir tæpar þrjár mínútur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ýmir Örn Gíslason (Kadir Caliskan / Middle East Images via AFP)

Landsliðsmaðurinn, Ýmir Örn Gíslason sá rautt spjald eftir tæplega þriggja mínútna leik á heimavelli í dag er lið hans, Göppingen tók á móti Flensburg í 18.umferð þýsku úrvaldeildarinnar. Um var að ræða næst síðasta leik liðanna fyrir EM pásuna sem framundan er.

Síðasta umferðin í þýsku úrvalsdeildinni á þessu ári verður leikin milli jól og nýárs.

Ýmir Örn fékk rautt spjald fyrir að hafa með hönd í andlit Danans, Niclas Kirkelökke í upphafi leiks. Dómararnir fóru í VAR-skjáinn og sýndu Ými rautt spjald í kjölfarið.

Það fór svo að Flensburg vann leikinn með einu marki 32-33 en Flensburg skoraði síðasta mark leiksins hálfri mínútu fyrir leikslok. Flensburg er í 2.sæti deildarinnar með 27 stig á meðan Göppingen er í 11.sæti deildarinnar með 15 stig.

Simon Pytlick skoraði sigurmark Flensburg í leiknum en hann skoraði sex mörk í leiknum. Landi hans, Emil Jakobsen var markahæstur með 13 mörk. Hjá Göppingen var Oskar Sunnefeldt markahæstur með átta mörk.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 29
Scroll to Top