Dejan Manaskov (Urbanandsport / NurPhoto via AFP)
Það er alltaf ákveðinn hiti í herbúðum landsliðs Norður-Makedóníu og það er engin breyting þar á fyrir Evrópumótið sem framundan er í janúar. Þjálfari Norður-Makedóníu, gosðgöngin Kiril Lazarov er einnig þjálfari Alkaloid í efstu deild í heimalandinu. Kiril er af mörgum talinn einn besti handboltamaður sögunnar en hann er ekki allra og hefur lent upp á kant við tvo af leikmönnum landsliðsins. Annar þeirra afþakkaði sæti sitt í landsliðinu á meðan hinn var ekki valinn. Bæði tengist það ósættis þeirra á milli. Um er að ræða þá Dejan Manaskov leikmann Eurofarm Pelister sem á dögunum var dæmdur í þriggja mánaða bann fyrir að hegðun sína eftir deildarleik gegn Ohrid þar sem hann réðst að aðstoðarþjálfara Ohrid eftir tap Eurofarm Pelister. Manaskov afaþakkaði sæti sitt í landsliðinu. Filip Taleski var hinsvegar ekki valinn í lokahópinn en hann á að baki 62 landsleiki allt frá árinu 2013. Taleski hætti fyrr á þessu tímabili hjá Vardar eftir að hafa komið þangað í sumar eftir veru sína hjá Benfica tvö tímabil. Norður-Makedónía er í B-riðli ásamt Danmörku, Portúgal og Rúmeníu en fyrsti leikur liðsins verður gegn gestgjöfunum í Danmörku föstudagskvöldið 16.janúar í Herning í Danmörku.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.