Melvyn Richardson (Damir SENCAR / AFP)
Guillaume Gille þjálfari franska landsliðsins hefur valið 21 manna hóp fyrir Evrópumótið sem framundan er í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í janúar. Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar eftir sigur á Danmörku í úrslitaleik á síðasta EM 33-31 eftir framlengdan leik. Gille velur gríðarlega sterkan hóp þar sem valinn maður er í hverri stöðu og gott betur en það. Gera má ráð fyrir því að Gille fækki í hópnum áður en Evrópumótið hefst. Ísland gæti mætt Frökkum í fjögurra liða æfingamóti sem fram fer í París fyrir mót, helgina 9.-11.janúar. Hópinn má sjá hér að neðan. Markmenn: Vinstra horn: Vinstri skytta: Leikstjórnendur: Línumenn: Hægri skytta: Hægri horn:
Charles Bolzinger (Montpellier)
Rémi Desbonnet (Montpellier)
Valentin Kieffer (Chambéry Savoie Mont Blanc)
Hugo Descat (One Veszprém)
Dylan Nahi (Industria Kielce)
Wallem Peleka (Paris Saint Germain Handball)
Thibaud Briet (HBC Nantes)
Élohim Prandi (Paris Saint Germain)
Aymeric Zaeppel (PAUC Håndbold)
Aymeric Minne (Nantes)
Nedim Remili (One Veszprém)
Ludovic Fabregas (FC Barcelona)
Karl Konan (Paris Saint Germain)
Arthur Lenne (Montpellier)
Nicolas Tournat (HBC Nantes)
Julien Bos (HBC Nantes)
Dika Mem (FC Barcelona)
Melvyn Richardson (Orlen Wisla Plock)
Benoît Kounkoud (Industria Kielce)
Yanis Lenne (One Veszprém)
Benjamin Richert (Montpellier HB)

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.