Ólafur Brim yfirgefur Stjörnuna – Á leið erlendis
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ólafur Brim Stefánsson, Adam Haukur Baumruk (Sævar Jónasson)

Ólafur Brim Stefánsson leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið í Olís-deild karla á þessu tímabili. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

Ólafur Brim sem lék með Herði í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð skipti yfir til Stjörnunnar í upphafi tímabils vegna meiðslavandræða Stjörnunnar. Þar sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar hinsvegar að um skammtíma samning væri um að ræða þar sem hugur Ólafs leitaði út fyrir landsteinana.

Nú hefur Ólafur fundið sér lið erlendis en hann hefur skrifað undir hálfs árs samning við ítalska úrvalsdeildarfélagið Junior Fasano. Liðið situr í 4.sæti í 14 liða úrvalsdeildin með 18 stig og er í harðri baráttu um að komast í fjögurra liða úrslitakeppnina en tvö lið eru með 17 stig í sætunum fyrir neðan Fasano.

Félagið varð vann bæði í deildina og úrslitakeppnina tímabilin 2022/2023 og 2023/204 en enduðu í 8.sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Ólafur Brim hefur leikið töluvert með liði Stjörnunnar að undanförnu vegna meiðslavandræða liðsins þar sem hann hefur spilað mest megnis í varnarleik liðsins. Stjarnan er í 8.sæti Olís-deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir af tímabilinu.

Hér á landi hefur Ólafur leikið með Gróttu, Fram og Herði auk þess að hafa spilað með Val U í Grill66-deildinni fyrstu ár sín í meistaraflokki. Þá lék hann í Kúwait á sínum tíma.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 38
Scroll to Top