Skipagatan meidd – Pekeler hetja Kiel í toppslag
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elias Ellefsen á Skipagötu (SVEN SIMON / AFP)

Færeyingurinn, Elias a Skipagötu var ekki í leikmannahópi þýska liðsins Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Magdeburg í toppslag deildarinnar. Skipagatan glímir við meiðsli á öxl sem hann hlaut í leik gegn Hannover- Burgdorf á dögunum.

Magdeburg og Kiel gerðu jafntefli 26-26 í jöfnum og spennandi leik þar sem Hendrik Pekeler reyndist hetja Kiel og jafnaði metin í blálokin.

Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin Eliasar eru og hvort meiðslin muni hafa áhrif á þátttöku hans með færeyska landsliðinu á EM í janúar. Ef svo yrði, væri um að ræða hræðileg tíðindi fyrir færeyska liðið enda er leikmaðurinn algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins.

Færeyjar er í D-riðli Evrópumótsins og mæta þar Svartfjallalandi, Slóveníu og Sviss. Komist Færeyjar upp úr riðli sínum gætu þeir mætt íslenska landsliðinu í milliriðli mótsins.

En að leiknum í kvöld þá var Harald Reinkind og Lukas Zerbe markahæstir með sjö mörk hvor. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Lukas Mertens voru markahæstir í liði Magdeburg með sex mörk hvor. 

Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk og Elvar Örn Jónsson skoraði eitt.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 17
Scroll to Top