HANDBALL-EURO-FRA-UKR (ATTILA KISBENEDEK / AFP)
Vinstri skyttan, Dmytro Horiha sem leikið hefur rúmlega 20 landsleiki fyrir heimaþjóð sína Úkraínu verður löglegur með landsliði Norður-Makedóníu frá og með apríl á næsta ári. Horiha sem gekk í raðir stórliðs RK Vardar í Norður-Makedóníu sumarið 2024 er kominn með Norður-Makedónskt vegabréf. Filip Andonov sérfræðingur Handkastsins um handboltann í Norður-Makedóníu segir að Horiha og Kiril Lazarov landsliðsþjálfari Norður-Makedóníu hafi tekið samtalið og búast megi við honum spila fyrir Norður-Makedóníu á næsta ári. Um er að ræða mikla styrkingu fyrir landslið Norður-Makedóníu enda Dmytro Horiha verið lykilmaður í landsliði Úkraínu undanfarin ár. Hann lék á sínu fyrsta stórmóti með Úkraínu á EM 2020 en hann er fæddur árið 1997 og því á besta aldri.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.