Arnar Birkir Hálfdánsson (Amo)
Þrír leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í dag en eitt íslendingalið var í eldlínunni þegar Amo vann þriggja marka sigur á Hammarby á heimavelli 28-25. Um var að ræða afar óvæntan sigur Amo þar sem Hammarby hefði getað farið á topp deildarinnar með sigri. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark í liði Amo sem er í 9.sæti deildarinnar eftir sigurinn með 16 stig jafn mörg stig og Önnereds sem unnu einnig sinn leik í dag er liðið sigraði GUIF 31-30. Í þriðja og síðasta leik dagsins vann Skovde 36-33 sigur á heimavelli gegn Ystads IF. Um var að ræða þriðja tap sænsku meistarana í Ystads í röð en liðið er í 7.sæti deildarinnar með 17 stig, níu stigum á eftur Malmö og Kristianstad sem eru á toppi deildarinnar og eiga leik til góða. Ystads IF mætir Savehof í lokaleik sínum á árinu á þriðjudagskvöldið en síðasta umferðin í sænsku úrvalsdeildinni fyrir áramót verður leikin á mánudags- og þriðjudagskvöld.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.