Ómar Ingi Magnússon (Andreas Gora / AFP)
Fimm síðustu leikirnir í þýsku úrvalsdeildinni fóru fram í dag áður en deildin fer í frí fyrir Evrópumótið í handbolta. Magdeburg verða á toppnum um áramótin en þeir fór í heimsókn til Eisenach og unnu 25-30 sigur. Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í liði Magdeburg ásamt Matthias Musche en þeir skoruðu báðir 7 mörk. Peter Walz og Stephan Seitz skoruðu 5 mörk fyrir Eisenach. Gísli Þorgeir skoraði 4 mörk fyrir Magdeburg og gaf 9 stoðsendingar. Elvar Örn Jónsson komst ekki á blað. Magdeburg verða því á toppnum í deildinni þegar nýtt ár gengur í garð með 36 stig en Flensburg sitja í 2.sæti 5 stigum á eftir þeim. Eisenach eru í 13.sæti deildinnar. Guðjón Valur Sigurðsson og strákarnir hans enduðu árið einnig á sigri en þeir fengu Hamburg í heimsókn og unnu 33-27 sigur. Elliði Snær Viðarsson skoraði 7 mörk fyrir Gummersbach í dag en Miro Schluroff var markahæstur í liði heimamanna með 8 mörk. Niklas Weller skoraði 6 mörk fyrir Hamburg. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði 3 mörk fyrir Hamburg í dag. Gummersbach fara í fríið í 6.sæti en Hamburg eru í 10.sæti Bundesligunnar. Fusche Berlin sigraði Göppingen 42-29 þar sem Mathias Gidsel skoraði 8 mörk. Victor Klove var markahæstur hjá Göppingen. Berlínar Refirnir eru í 4.sæti deildinnar en Göppingen eru í 11.sæti. Haukur Þrastarson skoraði fimm mörk fyrir RN Löwen sem mættu Leipzig í dag. RN Löwen unnu leikinn 26-30. Ásamt því að skora fimm mörk í leiknum þá gaf Haukur 8 stoðsendingar á félaga sína sem sitja í 7. sæti deildinnar. Róðurinn hjá Blæ Hinrikissyni og félögum þyngist bara en þeir eru í botnsæti deildinnar með 5 stig, fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni. Blær var ekki í leikmannahóp Leipzig í dag. Í lokaleik ársins tóku Hannover Burgdorf á móti Minden. Leiknum lauk með 26-26 jafntelfi þar sem Minden skoruðu 3 síðustu mörk leiksins og tryggðu sér jafntefli. August Baskar Pedersen skoraði 9 mörk fyrir Hannover í dag en markahæstur hjá Minden var Florian Kranzmann með 6 mörk.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.