Sigvaldi Björn Guðjónsson (Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)
Runar eru bikarmeistarar í Noregi eftir sigur á Kolstad í vítakastkeppni. Runar er í 3.sæti norsku úrvalsdeildarinnar en Kolstad eru í 2.sæti. Kolstad sló út Elverum í undanúrslitum bikarkeppninnar. Kolstad höfðu unnið norsku bikarkeppnina þrjú síðustu tímabil en Runar varð síðast bikarmeistari í Noregi árið 2009. Þetta er í fimmta skiptið sem félagið verður bikarmeistari en þjálfari liðsins en Bjarte Myrhol. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad í leiknum en Benedikt Gunnar Óskarsson og Sigurjón Guðmundsson voru ekki í leikmannahópi Kolstad í leiknum en Benedikt Gunnar handarbrotnaði í síðasta leik Kolstad gegn Fjellhammer. Runar hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og voru 17-11 yfir í hálfleik en Runar komst í 11-3 í upphafi leiks. Kolstad komu hinsvegar til baka í seinni hálfleik og höfðu jafnað metin í stöðunni 19-19. Kolstad komst síðan yfir þrívegis undir lok leiks en það voru Runar sem jöfnuðu metin í 29-29 og tryggðu sér vítakastkeppni. Þar höfðu Runar betur en Magnus Søndenå var eini leikmaðurinn sem klikkaði víti í vítakastkeppninni en Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði úr síðasta víti Kolstad en það dugði ekki til því Aexander Løke Gautestad skoraði úr síðasta víti Runars í leiknum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.