Óðinn Þór Ríkharðsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten Schaffhausen urðu í kvöld bikarmeistarar í Sviss þegar þeir unnu Pfadi Winterthur í bikarúrslitum 26-29. Það er óhætt að segja að Óðinn Þór hafi farið á kostum en hann skoraði 11 mörk í úrslitaleiknum og þar af 4 úr vítaköstum. Kadetten leiddi allan leikinn og voru til að mynd 11-14 yfir í hálfleik svo sigurinn var nokkuð öruggur. Kadetten Schaffhausen varði því bikarmeistarartitilinn sinn en þeir unnu bikarinn einnig í fyrra. Óðinn Þór kemur því sjóðandi heitur inn í landsliðið en hópurinn hittist á nýju ári til að undirbúa sig undir Evrópumótið sem hefst 16.janúar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.