HANDBALL-EURO-FRA-UKR (ATTILA KISBENEDEK / AFP)
Úkraínumaðurinn Dmytro Horiha sem verður löglegur með Norður-Makedóníska landsliðinu frá og með 1.apríl á næsta ári er orðaður við þýsku meistarana í Fuchse Berlín frá og með næsta sumri. Horiha gekk í fyrra í raðir RK Vardar 1961 í Norður-Makedóníu og hefur slegið þar í gegn gæti mögulega gengið í raðir Fuchse Berlín næsta sumar. Það yrði þá í fyrsta skipti sem þessi 28 ára Úkraínumaður myndi leika með þýsku félagsliði. Hann lék í heimalandi sínu, Úkraínu með Motor Zaporizhzhia frá árunum 2018-2023 en hann lék meðal annars á láni í Póllandi á meðan stríðinu í Úkraínu stóð. Árið 2023 gekk hann í raðir PAUC í Frakklandi og lék síðan með AL Arabi í Katar árið 2024 áður en hann gekk í raðir RK Vardar. Handkastið greindi frá því á dögunum að Horiha væri kominn með Makedónískt vegabréf og verður löglegur með landsliðinu frá og með apríl á næsta ári. Horiha og Kiril Lazarov þjálfari Norður-Makedóníu hafa átt samtal um að hann leiki með landsliðinu er hann verður löglegur.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.