Horiha orðaður við þýsku meistarana
{{brizy_dc_image_alt entityId=

HANDBALL-EURO-FRA-UKR (ATTILA KISBENEDEK / AFP)

Úkraínumaðurinn Dmytro Horiha sem verður löglegur með Norður-Makedóníska landsliðinu frá og með 1.apríl á næsta ári er orðaður við þýsku meistarana í Fuchse Berlín frá og með næsta sumri.

Horiha gekk í fyrra í raðir RK Vardar 1961 í Norður-Makedóníu og hefur slegið þar í gegn gæti mögulega gengið í raðir Fuchse Berlín næsta sumar. Það yrði þá í fyrsta skipti sem þessi 28 ára Úkraínumaður myndi leika með þýsku félagsliði.

Hann lék í heimalandi sínu, Úkraínu með Motor Zaporizhzhia frá árunum 2018-2023 en hann lék meðal annars á láni í Póllandi á meðan stríðinu í Úkraínu stóð. Árið 2023 gekk hann í raðir PAUC í Frakklandi og lék síðan með AL Arabi í Katar árið 2024 áður en hann gekk í raðir RK Vardar.

Handkastið greindi frá því á dögunum að Horiha væri kominn með Makedónískt vegabréf og verður löglegur með landsliðinu frá og með apríl á næsta ári. Horiha og Kiril Lazarov þjálfari Norður-Makedóníu hafa átt samtal um að hann leiki með landsliðinu er hann verður löglegur.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 8
Scroll to Top