Christian Prokop (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)
Christian Prokop er hættur sem þjálfari Hannover-Burgdorf. Það varð ljóst seint á síðasta árið að hann ætlaði sér að hætta hjá félaginu eftir tímabilið en nú er ljóst að hann hefur stýrt sínum síðasta leik fyrir félagið. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari liðsins. Spánverjinn, Juan Carlos Pastor verður þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins, Hannover-Burgdorf en Pastor hafði áður verið kynntur sem næsti eftirmaður Prokop frá og með næsta sumri. Hann tekur hinsvegar við liðinu strax í sumar. Pastor hafði skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.