Auður Brynja Sölvadóttir - Víkingur (Emma Elísa Jónsdóttir)
Í kvöld mættust Víkingur og Fram 2 í Grill 66 deild kvenna í Safamýri.
Víkings stelpur voru ekki alveg mættar til leiks í byrjun leiksins og komust Fram stelpur 1-6 yfir. Víkings stelpur tóku þá við sér og jöfnuðu í 8-8. Fram stelpur voru síðan betri í lok fyrri hálfleiks og fóru inn til búningsherbergja með 4 marka forskot. 12-16 voru hálfleikstölur.
Fram stelpur héldu uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og komust í 13-19. Víkings stelpur jöfnuðu síðan metin í 21-21 eftir frábæran kafla þegar rúmar 13 mínútur lifðu leiks. Lokakaflinn var þeirra eign og unnu Víkings stelpur leikinn að lokum 29-24 í gríðarlega sveiflukenndum leik.
Hjá Fram 2 voru Katla Kristín Hrafnkelsdóttir og Sara Rún Gísladóttir markahæstar með 10 mörk. Arna Sif Jónsdóttir varði 9 skot.
Hjá Víking voru Auður Brynja Sölvadóttir, Hildur Guðjónsdóttir og Valgerður Elín Snorradóttir allar jafnar með 5 mörk. Þyrí Erla Sigurðardóttir varði 9 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.