Bakhliðin: Jökull Blöndal Björnsson
Egill Bjarni Friðjónsson)

Jökull Blöndal (Egill Bjarni Friðjónsson)

Jökull Blöndal Björnsson hefur skotist upp á stjörnuhimininn með liði ÍR í vetur.

Þessi unga stórskytta ætlar að sýna á sér bakhliðina í dag:

Fullt nafn: Jökull Blöndal Björnsson

Gælunafn: Jölli, blöpoop, Blö…

Aldur: 18

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2023, ég man ekki hver andstæðingurinn var.

Uppáhalds drykkur: ískalt epla bon aqua

Uppáhalds matsölustaður: Domino´s

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: True Detective S1

Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir

Uppáhalds hlaðvarp: Dr. football

Uppáhalds samfélagsmiðill: TikTok

Frægasti fylgjandinn þinn á Instagram: Þorsteinn Leó

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður HSÍ: Hef ekki hugmynd

Hvað ertu að meðaltali mikið í símanum á dag: Sirka 4-5 tíma (alltof mikið)

Fyndnasti Íslendingurinn:
Hjörvar Hafliða

Hvernig hljóma síðustu skilaboðin þín til þjálfarans þíns: Ég er með 39 stiga hita og kvef..

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Herði, Ísafjörður er bara aðeins of langt í burtu

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Aron Pálmason

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Bjarni Fritzson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kári Kristjáns, hann er reynslumikill og kann öll trikkin í bókinni

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Mikkel Hansen og Aron Pálmason

Helsta afrek á ferlinum: Annað sæti á Sparkassen cup og halda okkur upp í Olís í fyrra

Mestu vonbrigðin: Að ná ekki fyrsta sæti í Sparkassen cup

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hafþór Vignisson, hann hefur góðan leikskilning og væri geggjað að fá hann aftur í ÍR.

Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Baldur Fritz og Jóhanna Margrét

Besti handboltamaðurinn frá upphafi: Nikola Karabatic

Ein regla í handbolta sem þú myndir breyta: Bæta við skotklukku, það væri áhugavert

Þín skoðun á 7 á 6: Ég hef ekkert á móti því

Hver er þín fyrsta minning af handbolta: Fyrsta æfingin með ÍR þegar ég var um 9 ára gamall

Í hvernig handboltaskóm spilar þú: Puma Nitro Sqd

Hvaða þrjá handbolta leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju, og af hverju: Ég tæki með mér Patrek Smára, til að veiða til matar. Ísar Tuma, hann gæti byggt eitthvað úr engu og Ólaf Rafn, hann gæti sagt okkur sögur og eldað það sem Patti veiðir.

Hvaða lag kemur þér í gírinn: Enginn Mórall með Aron Can

Rútína á leikdegi: Borða vel, horfa á klippur af andstæðingnum og hlusta á góða tónlist

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í Love Island: Myndi senda Bernard því hann mætir með stemninguna og kynþokkann

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Þór er fyrsta handboltaliðið sem ég æfði með

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hvað Baldur Fritz er hrikalega lélegur í sókn í fótbolta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er. Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Hjörvar Hafliða hvernig hann fer að því að vera svona fyndinn

Eldri bakhliðar:

Bakhliðin: Andri Erlingsson

Bakhliðin: Skarphéðinn Ívar Einarsson

Bakhliðin: Sigurður Dan Óskarsson

Bakhliðin: Breki Hrafn Árnason 

Bakhliðin: Bakhliðin: Lilja Ágústsdóttir

Bakhliðin: Össur Haraldsson

Bakhliðin: Ísak Logi Einarsson

Bakhliðin: Garðar Ingi Sindrason

Bakhliðin: Bakhliðin: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín

Bakhliðin: Dagur Árni Heimisson

Bakhliðin: Baldur Fritz Bjarnason

Bakhliðin: Blær Hinriksson

Bakhliðin: Elín Rósa Magnúsdóttir

Bakhliðin: Reynir Þór Stefánsson

Bakhliðin: Elín Klara Þorkelsdóttir

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top