Íslensku landsliðin æfa í íþróttahúsum Víkings
{{brizy_dc_image_alt entityId=

HSÍ (Víkingur)

Í síðustu viku undirrituðu fulltrúar Víkings og HSÍ samning sem felur í sér afnot HSÍ af íþróttamannvirkjum Víkings í Víkinni og Safamýri fyrir æfingar yngri og A-landsliða Íslands í handbolta.

Samningurinn gildir til 1. september 2028 eða í tæplega þrjú ár.

,,HSÍ fær til afnota aðstöðu í íþróttasölum, styrktaraðstöðu, búningsklefum og fundarherbergjum í mannvirkjum Víkings í Safamýri og í Víkinni. Mun HSÍ, vegna fræðslustarfsemi á vegum Víkings, heimila yngri og eldri iðkendum Víkings ásamt þjálfurum félagsins að fylgjast náið með völdum æfingum yngri og eldri landsliða Íslands í Handbolta. Að auki mun HSÍ útvega hæfa fyrirlesara til að halda fyrirlestur fyrir handboltaþjálfara hjá Víkingi með reglulegu millibili," segir í tilkynningu sem Víkingur gaf út við tilefnið.

Þar er einnig tekið fram að HSÍ skipuleggur vel á annað hundrað æfingar yngri og eldri landsliða og tengda viðburði í á hverju ári.

Athygli vekur að íþróttastjóri HSÍ, Jón Gunnlaugur Viggósson er fyrrum starfsmaður Víkings og minnir þessi samningur á samning sem Arnar Þór Viðarsson fyrrum yfirmaðurknattspyrnumála hjá KSÍ og FH-ingur gerði við FH á sínum tíma fyrir hönd KSÍ.

Sú ákvörðun Arnars Þórs var mjög svo umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top