Svissneskur landsliðsmaður til GOG frá Magdeburg
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Manuel Zehnder (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Svissneski landsliðsmaðurinn og leikmaður Magdeburg síðustu tvö tímabil, Manuel Zehnder hefur skrifað undir samnning við danska úrvalsdeildarfélagið, GOG frá og með næsta sumri. Hann gerir samning við GOG til 2028.

Zehnder sem er fæddur árið 1999 hefur leikið í Þýskalandi frá árinu 2022. Zehnder gekk í raðir Magdeburg sumarið 2024 eftir að hafa leikið með Erlangen og síðan á láni hjá Eisenach.

Svissneski leikstjórnandinn Manuel Zehnder mun ganga til liðs við GOG frá Meistaradeildarmeistaranum SC Magdeburg sumarið 2026.

„Við erum stolt af því að Manuel Zehnder hafi valið GOG. Allir sem hafa fylgst með handbolta undanfarin tímabil hafa fylgst með frábærum frammistöðum Zehnders. Fyrst með Eisenach þar til hann meiddist og síðan með SC Magdeburg," sagði íþróttastjórinn Mikkel Voigt.

Manuel Zehnder hefur verið í viðræðum við GOG í langan tíma og skyttan, sem er 190 cm hár hefur fylgst náið með félaginu og leikstílnum.

Varðandi framtíðina í GOG-treyjunni segir Manuel Zehnder sjálfur:

,,Ég hlakka virkilega til að byrja hjá GOG næsta tímabil. Þetta er frábært félag með mikinn metnað. Ég hef líka mikinn metnað sjálfur, svo á þann hátt pössum við mjög vel saman. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til velgengni liðsins og saman getum við vonandi náð frábærum árangri. Ég get ekki beðið eftir að gefa allt sem ég get fyrir félagið og aðdáendur þess.“

Hann á að baki 22 landsleiki fyrir Sviss og það gæti orðið athyglisverð skipti, taki hann þá ákvörðun að flytjast til Danmörkur og ganga í raðir GOG.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top