Vildi vera áfram í bestu deild í heimi með besta liði í heimi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gísli Þorgeir Kristjánsson (THOMAS SJOERUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Það var tilkynnt á dögunum að Gísli Þorgeir Kristjánsson hafi framlengt samningi sínum við Evrópumeistarana í Magdeburg til ársins 2030. Gísli Þorgeir gekk í raðir Magdeburgar sumarið 2020 og er því á sínu sjötta tímabili hjá félaginu.

Handkastið heyrði í íslenska leikstjórnandanum sem virtist ánægður að vera búinn að gera langtíma samning við Magdeburg sem er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og taplausir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

,,Ég í rauninni ákvað að framlengja við félagið því hér líður mér og kærustunni mjög vel. Þetta er lið sem ég sé fyrir mér eiga mestu möguleikana á að vinna sem flestu titla á næstu árum. Þetta er besta liðið í heimi eins og er,” sagði Gísli Þorgeir en Magdeburg hefur vegnað vel á undanförnum árum.

,,Afhverju ætti ég að fara þegar aðstæðurnar eru eins og þær eru? Aðal spurningin var hvort ég vildi vera áfram í þýsku úrvalsdeildinni sem er besta deild í heimi og svarið var einfalt. Ég vildi vera áfram og vera spila í bestu deildinni. Meðan ég er á hátindi ferilsins þá vil ég vera að spila í bestu deild í heimi,” sagði Gísli Þorgeir að lokum í samtali við Handkastið.

Gera má ráð fyrir því að Gísli Þorgeir verði í eldlínunni með Magdeburg í Norður-Makedóníu í kvöld þegar liðið mætir Eurofarm Pelister í 9.umferð Meistaradeildarinnar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 26
Scroll to Top