Fjórir orðaðir við þjálfarastarfið hjá Hannover-Burgdorf
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Juan Carlos Pastor (Sameer AL-DOUMY / AFP)

Líkt og Handkastið greindi frá í gær þá mun Christian Prokop þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins, Hannover-Burgdorf hætta með liðið eftir tímabilið en hann hefur þjálfað liðið frá árinu 2021. Þar áður stýrði hann þýska landsliðinu.

Hannover-Burgdorf er um miðja deild í þýsku úrvalsdeildinni um þessar mundir auk þess að vera í eldlínunni í Evrópudeildinni.

Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf en óvíst er hvort einhver breyting verður á því en hann hefur verið við störf hjá Hannover-Burgdorf í fleiri fleiri ár.

Fjórir þjálfarar hafa verið orðaðir við þjálfarastarf Hannover-Burgdorf en RTHandball henti fram lista á Instagram síðu sinni um helgina yfir fjóra þjálfara sem væru líklegir til að taka við liðinu.

Um er að ræða þá Jaron Siewert fyrrum þjálfara Þýskalandsmeistara Fuchse Berlín sem var látinn taka poka sinn óvænt snemma á tímabilinu og er því án félags um þessar mundir. Á listanum var einnig þjálfari sem er án félags, því Spánverjinn Juan Carlos Pastor er orðaður við starfið en hann þjálfaði Pick Szeged í tíu ár á árunum 2013-2023. Þá þjálfaði hann egypska landsliðið frá 2023-2025.

Þá eru tveir Svíar orðaðir við starfið en þeir Oscar Carlen þjálfari sænsku meistarana í Ystads og Patrik Fahlgren þjálfari Hammarby en hann hefur stýrt Hammarby frá árinu 2018. Hann lék bæði með Flensburg og Melsungen á leikmannaferli sínum sem lauk árið 2019.

Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu mála hjá Hannover, hver tekur við liðinu og hvort Heiðmar Felixson verður áfram aðstoðarþjálfari liðsins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top