Manuel Zehnder (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP
Þrátt fyrir að hafa verið í keppnisbanni til 10. desember mun Nikola Portner markvörður Magdeburg mæta til leiks með Sviss á Evrópumótið í janúar á næsta ári. Andy Schmid tilkynnti 19 manna hóp sinn fyrir EM í síðustu viku en Andy Schmid er á leið á sitt annað stórmót sem þjálfari Sviss en hann tók við liðinu sumarið 2024. Sviss er í D-riðli með Svartfellingum, Slóveníu og Færeyjum en tvö efstu liðin í D-riðli gætu mætt Íslandi í milliriðli komist Ísland upp úr sínum riðli. Þá er athyglisvert að vinstri skytta Magdeburg, Manuel Zehnder er einnig í hópnum þrátt fyrir að hafa ekkert leikið á tímabilinu en hann varð fyrir alvarlegum hné meiðslum í aðdraganda heimsmeistaramótsins í janúar er hann sleit krossband á vinstra hné. Hann virðist þó vera að jafna sig og hefur Andy Schmid valið hann í 19 manna hópinn sem má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.