Ýmir Örn Gíslason (Kadir Caliskan / Middle East Images via AFP)
Landsliðsmaðurinn, Ýmir Örn Gíslason sá rautt spjald eftir tæplega þriggja mínútna leik á heimavelli í dag er lið hans, Göppingen tók á móti Flensburg í 18.umferð þýsku úrvaldeildarinnar. Um var að ræða næst síðasta leik liðanna fyrir EM pásuna sem framundan er. Síðasta umferðin í þýsku úrvalsdeildinni á þessu ári verður leikin milli jól og nýárs. Ýmir Örn fékk rautt spjald fyrir að hafa með hönd í andlit Danans, Niclas Kirkelökke í upphafi leiks. Dómararnir fóru í VAR-skjáinn og sýndu Ými rautt spjald í kjölfarið. Það fór svo að Flensburg vann leikinn með einu marki 32-33 en Flensburg skoraði síðasta mark leiksins hálfri mínútu fyrir leikslok. Flensburg er í 2.sæti deildarinnar með 27 stig á meðan Göppingen er í 11.sæti deildarinnar með 15 stig. Simon Pytlick skoraði sigurmark Flensburg í leiknum en hann skoraði sex mörk í leiknum. Landi hans, Emil Jakobsen var markahæstur með 13 mörk. Hjá Göppingen var Oskar Sunnefeldt markahæstur með átta mörk.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.