Didier Dinart (Ole Martin Wold / AFP)
Sú staða er komin upp í herbúðum franska B-deildarliðsins, US Ivry að leikmenn liðsins krefast þess að Dider Dinart þjálfari liðsins segi af sér. Dinart hefur verið í veikindaleyfi frá félaginu en á sama tíma heldur hann áfram að gegna stöðu landsliðsþjálfara Svartfjallalands. Leikmenn Ivry skilja ekkert í stöðunni og heimta að Dinart segi af sér. Dinart er ein mesta goðsögn handboltans í Frakklandi en hann stýði franska landsliðinu frá 2016-2020. Þá þjálfaði hann Sádí-Arabíu frá 2021-2022 og tók við landsliði Svartfjallalands árið 2024. Dinart tók við liði Ivry í janúar árið 2023 en hefur ekki stýrt liðinu frá upphafi tímabilsins eða frá því að liðið kom saman í júlí. Í fjarveru hans hefur aðstoðarþjálfarinn Thibault Vaquerin stýrt liðinu. Hvorki Dinart sjálfur né stjórnendur félagsins hafa viljað tjá sig um málið við AFP. Gagnrýnin leikmanna að Dinart beinast að stjórendaháttum hans og að því að hann hefur verið í veikindaleyfi frá félaginu síðan í sumar, á meðan hann heldur áfram að sitja á bekknum sem landsliðsþjálfari Svartfjallalands. Að sögn leikmanna var óánægjan mikil áður en Dinart fór í veikindaleyfi. Nokkrir í hópnum lýsa stjórnun hans sem grimmilegri og einkennist af eitruðu umhverfi og það hefur vakið sérstaka undrun að hann hafi getað stýrt Svartfjallalandi á meðan hann hefur veikindaleyfi í Ivry. Einn leikmaður segir við AFP að afstaða hópsins sé skýr. ,,Þeir vilja ekki lengur vera þjálfaðir af honum.” Um miðjan október átti leikmannahópurinn langan fund með stjórnendum félagsins þar sem þeir ásökuðu Dinart um niðurlægjandi og óeðlilega stjórnunaraðferðir. Vegna ásakana hefur forseti félagsins, François Lequeux, hafið innri rannsókn og er búist við að niðurstöður hennar verði birtar innan skamms. Óháð niðurstöðunni telja leikmennirnir að endurkoma Dinart á bekk Ivry sé ekki raunhæf. Félagið er nú í þriðja sæti í næstbestu deildinni og stefnir að því að fara beint aftur í Starligue. Á sama tíma bíða þeir eftir að geta snúið heim í sögufræga Auguste Delaune-höllina, sem varð fyrir eldsvoða í febrúar. Þangað til endurbótum er lokið verður félagið að æfa og spila heimaleiki á öðrum stöðum í og við París.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.