Fyrsti sigur Rúnars með Wetzlar – Haukur með sjö mörk
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Rúnar Sigtrygsson (Emily Diehl)

Fimm leikir fóru fram í 18.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag þar sem sex íslensk lið voru í eldlínunni og tveir Íslendingaslagir voru á dagskrá.

Blær Hinriksson og félagar í Leipzig fóru tómhentir heim gegn toppliði Magdeburg í dag eftir eins marks tap 29-28 en Magdeburg var sex mörkum yfir í hálfleik 18-12. Leipzig voru þó sterkari aðilinn í seinni hálfleik og náðu að jafna metin í stöðunni 22-22 en lengra komust þeir ekki og að lokum vann Magdeburg með tveimur mörkum. 

Blær Hinriksson komst ekki á blað í leiknum en Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk fyrir Magdeburg, Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk og Elvar Örn Jónsson tvö. Matthias Musche er kominn aftur eftir meiðsli og var markahæstur með sjö mörk fyrir Magdeburg.

Haukur Þrastarson skoraði sjö mörk fyrir Rhein-Neckar Lowen í sex marka sigri liðsins gegn Hamburg á heimavelli 35-29. Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á blað í liði Hamburg í dag. Einu stigi munaði á liðunum í deildinni fyrir leikinn en eftir leikinn er RN-Lowen með 20 stig í 7.sæti deildarinnar á meðan Hamburg er í 9.sæti.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk og Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk í sex marka útisigri Gummersbach gegn Stuttgert 22-28. Gummersbach var 11-15 yfir í hálfleik. Julian Koster fór á kostum og skoraði átta mörk fyrir Gummersbach í leiknum.

Fuchse Berlín vann sannfærandi ellefu marka sigur á útivelli gegn Minden í dag 28-39. Mathias Gidsel skoraði tólf mörk úr tólf skotum og gaf þrjár stoðsendingar. Nils Lichtlein kom næstur með níu skot og gaf fimm stoðsendingar.

Í lokaleik dagsins var komið að fyrsta heimaleik Wetzlar undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar en Rúnar tók við liðinu fyrir rúmlega viku síðan. Etir tíu töp í röð í deildinni og tap gegn Fuchse Berlín í bikarnum vann Wetzlar loks leik þegar Eisenach kom í heimsókn en Wetzlar vann síðast í 6.umferðinni þegar liðið vann Minden 39-28. Wetzlar vann sex marka sigur 33-27.

Drengirnir hans Rúnars sneri taflinu við í seinni hálfleik eftir að hafa verið 12-15 undir í hálfleik og 13-17 undir í upphafi seinni hálfleiks. Dominik Mappes var á eldi í seinni hálfleik í liði Wetzlar og skoraði átta mörk og samtals 13 mörk í leiknum. Philipp Ahouansou var næst markahæstur með níu mörk.

Í stöðunni 27-26  fyrir Wetzlar þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum skoruðu lærisveinar Rúnars fimm mörk í röð og breyttu stöðunni í 32-26. 

Úrslit dagsins:
RN-Lowen - Hamburg 35-29
Magdeburg - Leipzig 29-28
Stuttgart - Gummersbach 22-28
Wetzlar - Eisenach 33-27
Minden - Fuchse Berlín 28-39

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 10
Scroll to Top