Mitja Janc (ANDRZEJ IWANCZUK / NurPhoto via AFP)
Uroš Zorman landsliðsþjálfari Slóveníu hefur þurft að fækka úr leikmannahópi sínum sem hann valdi á dögunum en hann valdi 22 leikmenn í fyrsta hópinn fyrir Evrópumótið sem hefst 15. janúar og fer fram í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Slóvenía er í D-riðli með Færeyjum, Svartfjallalandi og Sviss, tvö efstu lið D-riðils gætu því mætt Íslandi í milliriðli komist Ísland upp úr sínum riðli. Mitja Janc leikmaður Wisla Plock og Jaka Malus leikmaur RK Vardar í Norður-Makedóníu eru báðir meiddir og verða ekki leikfærir með Slóveníu á EM í janúar. Zorman hefur kallað inn Andraž Makuc leikmann Celje í heimalandinu í þeirra stað. Slóvenía og Ísland mætast í fjögurra liða æfingamóti í París fyrir EM 9. janúar klukkan 17:30.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.