Bob Hanning (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Bob Hanning hefur valið 20 manna leikmannahóp sinn fyrir Evrópumótið í janúar. Ítalía eru fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu sem framundan er í janúar en þjóðirnar mætast í Kristianstad föstudagskvöldið 16. janúar. Stærstu tíðindin í hópnum eru þau að hægri hornamaðurinn, Leo Prantner leikmaður Fuchse Berlín er í hópnum en hann hefur ekkert leikið með Berlínarliðinu frá því um miðjan september vegna meiðsla. Vitað var að hann yrði í kapphlaupi við tímann. Hann er í það minnsta í 20 manna leikmannahópnum en hvort hann verði klár í fyrsta leik gegn Íslandi verður að koma í ljós. Ítalska hópinn má sjá hér að neðan:

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.