Birkir Ben á heimleið og enn án félags
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Birkir Ben í leik með Aftureldingu ((Raggi Óla)

Mosfellingurinn, Birkir Benediktsson er á heimalið eftir árs dvöl í Japan er hann lék í efstu deild þar í landi með Wakunaga. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

Þar áður hafði hann leikið með Aftureldingu allan sinn feril. Birkir sagði í samtali við Handkastið að þrátt fyrir að þónokkur félög hér heima hafi haft samband við sig gerði hann ekki ráð fyrir því að leika handknattleik á næsta tímabili.

,,Ég er á heimleið en tek mér að öllum líkindum smá frí frá handbolta," sagði Birkir í samtali við Handkastið en hann vildi ekki gefa upp ástæðuna fyrir þeirri ákvörðun en Birkir hefur glímt við erfið meiðsli á ferli sínum.

Wakunaga endaði í 9.sæti í 14 liða úrvalsdeild í Japan á síðustu leiktíð. Með Wakunaga leika þónokkrir Japanir sem leikið hafa hér á landi, bæði með Val, Gróttu og Herði frá Ísafirði.

Handkastið veit til þess að bæði Valur og FH eru í leit af örvhentum skyttum eftir að þeirra hægri skyttur fór út í atvinnumennsku í sumar. Þeir Ísak Gústafsson og Jóhannes Berg Andrason.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 9
Scroll to Top