Víkingsstelpur fögnuðu sigri í kvöld. (Sævar Jónsson
Víkingur vann þriggja marka sigur á FH í Grill66-deild kvenna í kvöld í 1.umferð tímabilsins. Lokatölur 20-17 Víking í vil þar sem Hildur Guðjónsdóttir var markahæst með sjö mörk. Hildur gekk í raðir Víkings frá FH fyrir tímabilið en markahæst hjá FH var Thelma Dögg Einarsdóttir með fimm mörk. Ungverski markvörður FH-inga, Szonja Szöke var frábær í markinu með 15 varða bolta en það dugði ekki til. Sebastian Alexandersson þjálfari Víkings var ekki á varamannabekk Víkings en hann var að taka út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald eftir lokaleik Víkings á síðasta tímabili er liðið tapaði gegn Stjörnunni í umspili um laust sæti í Olís-deildinni. Eftir jafnan fyrri hálfleik var Víkingur 11-9 yfir í hálfleik. Þær héldu forskotinu út allan leikinn og uppskáru að lokum þriggja marka sigur. Markaskorun Víkings: Hildur Guðjónsdóttir 7, Hafdís Iura 3, Valgerður Elín Snorradóttir 3, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 3, Sara Björg Davíðsdóttir 2, Auður Brynja Sölvadóttir 1, Mattý Rós Birgisdóttir 1. Markavarsla: Þyri Erla Sigurðardóttir 9. Markaskorun FH: Thelma Dögg Einarsdóttir 5, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 3, Fanney Þóra Þórsdóttir 3, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 2, Eva Gísladóttir 2, Elísa Björt Ágústsdóttir 1, Telma Medos 1. Markvarsla FH: Szonja Szöke 15 varðir

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.