Felix Már Kjartansson - Aðalsteinn Eyjólfsson ((Víkingur)
Felix Már Kjartansson hefur gengið til liðs við Víkings í Grill66-deildinni. Felix kemur til Víkings frá HK. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. ,,Víkingur hefur samið við Felix Már Kjartansson öfluga vinstri skyttu og varnarmann. Felix kemur til Víkings frá HK og bætist í ört stækkandi og metnaðarfullan hóp leikmanna sem ætla sér stóra hluti í Grill 66-deildinni," segir í tilkynningunni frá Víkingum. Víkingur leikur í Grill66-deildinni annað tímabilið í röð eftir að hafa tapað gegn Selfossi í umspili um laust sæti í Olís-deildinni. Mikil eftirvænting er fyrir tímabilinu í röðum Víkinga sem hafa verið að styrkja liðið sitt í sumar með ungum og óreyndum leikmönnum. ,,Felix er efnilegur leikmaður sem hefur vakið athygli fyrir öflugt skot, mikinn varnarstyrk „Við erum gríðarlega ánægðir með að fá Felix Már í hópinn. Hann er leikmaður með Felix Már segist vera gríðarlega spenntur fyrir þessa nýju tækifæri og hlakkar til að taka þátt í metnaðarfullu og spennandi verkefni. ,,Mér líst mjög vel á það sem er verið að byggja upp hérna og er fullur af eldmóði að ætla leggja mig 100% fram fyrir liðið.“ Felix hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur en hann hefur verið hjá HK og Fram hér heima þar sem tækifærin hafa verið af skornum skammti í Olís-deildinni en hann hefur verið að spila með B-liðum félaganna í Grill66-deildinni auk þess að hafa spila í Færeyjum eitt tímabil. Í gær tilkynntu Víkingar að Ísak Óli Eggertsson hafi gengið í raðir félagsins frá Haukum.
og einstakan metnað á æfingum sem og í leikjum. Hann mun bæta mikilvægu púslí í
liðsuppstillingu Víkings á báðum endum vallarins," segir enn frekar í tilkynningunni og þar eru Víkingar ekkert að spara lýsingarorðin.
mikinn kraft, góða varnartækni og hefur getu til að gera flotta hluti sóknarlega. Hann
passar vel inn í þá stefnu sem við erum að vinna eftir – að byggja upp metnaðarfullan
hóp ungra og hæfileikaríkra leikmanna,“ segir Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari og
yfirmaður handknattleiksmála hjá Víkingi.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.