Farangurinn skilaði sér ekki alla leið til Kaíró
(Ágúst Guðmundsson)

Ágúst, Garðar Ingi og Bessi á ferðalagi til Kaíró. ((Ágúst Guðmundsson)

Heimsmeistaramót karla skipað leikmönnum 19 ára og yngri hefst í fyrramálið í Kaíró í Egyptalandi. Ísland hefur leik í fyrramálið þegar liðið mætir Gíneu í fyrsta leik klukkan 9:45 á íslensku tíma.

Ísland er í D-riðli keppninnar og mæta þar Gíneu, Sádí-Arabíu og Brasilíu í riðlakeppninni en leikirnir fara fram á miðvikudag, fimmtudag og laugardag. Tvö efstu liðin fara í 16-liða úrslit keppninnar.

Þær fréttir voru að berast frá Kaíró í Egyptalandi að allur farangur liðsins og þjálfarateymisins hafi ekki skilað sér til Egyptalands en hópurinn lagði af stað í gærmorgun. Millilenti hópurinn í Brussel í Belgíu og þaðan var flogið til Kaíró.

Handkastið heyrði í Ágústi Guðmundssyni einum af leikmönnum U19 ára landsliðsins þar sem hann staðfesti þær fréttir. Ágúst sagði að allt væri þó klárt fyrir leikinn í fyrramálið þar sem leikmenn voru með allt keppnistengt í handfarangri.

Ekki er vitað hvenær farangurinn muni skila sér til strákana en við vonum að þetta hafi ekki slæm áhrif á gengi liðsins strax í fyrsta leik gegn Gíneu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top