Arnór til Karlskrona – Var skilinn eftir hjá Fredericia
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Arnór Viðarsson ((Eyjólfur Garðarsson)

Eyjamaðurinn, Arnór Viðarsson hefur gengið í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins, Karlskrona. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið. Hefur hann skrifað undir tveggja ára samning við sænska félagið og gengur í raðir þess frá danska félaginu, Fredericia.

Arnór gekk í raðir Fredericia frá ÍBV fyrir síðasta tímabil en tækifæri hans með danska liðinu var af skornum skammti. Hann var því lánaður til Bergischer í þýsku B-deildinni á síðustu leiktíð.

,,Ég rifti samningi mínum við Fredericia í síðustu viku af persónulegum ástæðum. Mér leið þannig að það væri ekkert annað í stöðunni en að yfirgefa félagið," sagði Arnór í samtali við Handkastið. Hann segir að þetta snúist ekkert um samskipti sín við Guðmund Þ. Guðmundsson þjálfara Fredericia.

,,Ef eitthvað er, þá hefur hann hjálpað mér í þessu ferli og þegar upp er staðið hvatti hann mig til að yfirgefa liðið," sagði Arnór.

Það sem fyllti mælinn hjá Eyjamanninum er það þegar hann var skilinn eftir í Danmörku er liðið fór til Þýskalands í æfingaferð.

,,Framkvæmdastjórinn tók þá ákvörðun að ég færi ekki með í æfingaferðina. Hópurinn var valinn án vitundar Guðmundar. Framkvæmdastjórinn sagði að í sparnarskyni færi bara 16 leikmenn í æfingaferðina," sagði Arnór sem segir þá ástæðu ekki eiga rök að styðjast þar sem meiddir leikmenn fóru frekar í æfingaferðina heldur en hann.

,,Í kjölfarið var eiginlega ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að reyna yfirgefa félagið. Ég rifti samningi mínum því við félagið í síðustu viku og þá fóru viðræður af stað við Karlskrona sem hafa nú klárast," sagði Arnór sem er nú staddur í Vestmannaeyjum í fríi áður en hann heldur til Svíþjóð.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 16
Scroll to Top