Arnór Viðarsson ((Eyjólfur Garðarsson)
Eyjamaðurinn, Arnór Viðarsson er á leið frá danska félaginu Fredericia, þetta herma heimildir Handkastsins. Arnór gekk í raðir danska félagsins fyrir síðustu leiktíð en tækifæri hans með liðinu voru af skornum skammti og var hann því lánaður til þýska B-deildarliðsins, Bergischer á miðju síðasta tímabili. Bergischer vann sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni en þjálfari liðsins er Arnór Þór Gunnarsson. Samkvæmt heimildum Handkastsins er Arnór Viðarsson á leið til sænska úrvalsdeildarfélagsins, Karlskrona en félagið endaði í 4. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð en fyrrum landsliðsmaðurinn, Ólafur Andrés Guðmundsson leikur með liðinu. ÍR-ingurinn, Dagur Sverrir Kristjánsson lék með liðinu síðustu tímabil en gekk í sumar til liðs við Vinslövs HK í sænsku B-deildinni. Þjálfari Fredericia er Guðmundur Þórður Guðmundsson en Arnór yrði annar Íslendingurinn sem yfirgefur danska félagið í sumar en áður yfirgaf Einar Þorsteinn Ólafsson félagið og gekk í raðir Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni. Arnór sem er 23 ára gamall, uppalinn í Vestmannaeyjum varð Íslandsmeistari með ÍBV 2023 og bikarmeistari 2020. Handbolti.is greindi einnig frá þeim tíðindum seint í gærkvöldi að Arnór væri að yfirgefa danska félagið.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.