Arnór Viðars á leið til Karlskrona
(Eyjólfur Garðarsson)

Arnór Viðarsson ((Eyjólfur Garðarsson)

Eyjamaðurinn, Arnór Viðarsson er á leið frá danska félaginu Fredericia, þetta herma heimildir Handkastsins. Arnór gekk í raðir danska félagsins fyrir síðustu leiktíð en tækifæri hans með liðinu voru af skornum skammti og var hann því lánaður til þýska B-deildarliðsins, Bergischer á miðju síðasta tímabili.

Bergischer vann sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni en þjálfari liðsins er Arnór Þór Gunnarsson.

Samkvæmt heimildum Handkastsins er Arnór Viðarsson á leið til sænska úrvalsdeildarfélagsins, Karlskrona en félagið endaði í 4. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð en fyrrum landsliðsmaðurinn, Ólafur Andrés Guðmundsson leikur með liðinu. ÍR-ingurinn, Dagur Sverrir Kristjánsson lék með liðinu síðustu tímabil en gekk í sumar til liðs við Vinslövs HK í sænsku B-deildinni.

Þjálfari Fredericia er Guðmundur Þórður Guðmundsson en Arnór yrði annar Íslendingurinn sem yfirgefur danska félagið í sumar en áður yfirgaf Einar Þorsteinn Ólafsson félagið og gekk í raðir Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni.

Arnór sem er 23 ára gamall, uppalinn í Vestmannaeyjum varð Íslandsmeistari með ÍBV 2023 og bikarmeistari 2020.

Handbolti.is greindi einnig frá þeim tíðindum seint í gærkvöldi að Arnór væri að yfirgefa danska félagið.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top