HSÍ hefur gefið út leikdag fyrir Meistarakeppni HSÍ karla
(Kristinn Steinn Traustason)

FramFram ((Kristinn Steinn Traustason)

HSÍ hefur gefið það út að Fram og Stjarnan mætast í Meistarakeppni HSÍ, fimmtudagskvöldið 21. ágúst. Fyrst var fyrirhugað að leikurinn færi fram laugardaginn 23. ágúst þangað til að menn áttuðu sig á því að Menningarnótt og dagur færi fram þann dag.

Íslands- og bikarmeistarar Fram taka á móti silfurliði Powerade-bikarsins frá síðustu leiktíð, Stjörnunni á sínum heimavelli, Úlfarsárdal. Hefur HSÍ staðfest að leikurinn verður flautaður á klukkan 19:00.

FH vann Val í sama leik í fyrra 30-28 en sá leikur fór fram 28. ágúst. Þar sem Olís-deild karla fer fyrr af stað en venjulega og vegna leikja Stjörnunnar í forkeppni Evrópudeildarinnar gegn Baia Mare í lok ágúst varð HSÍ að spila þennan leik fyrr en vanalega.

Ólafur Víðir Ólafsson starfsmaður mótanefndar HSÍ sagði í samtali við Handkastið að ekki væri búið að festa leikdag fyrir Meistarakeppni HSÍ í kvennaflokki en það myndi skýrast á næstu dögum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top