Róbert Örn Karlsson ((HK handbolti)
Markvörðurinn, Róbert Örn Karlsson hefur framlengt samning sinn við HK. Félagið tilkynnti tíðindin á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu, ,,Við erum ánægð að tilkynna að Róbert Örn Karlson hefur framlengt samning sinn við HK," segir í tilkynningunni frá HK. ,,Róbert hefur verið traustur markvörður hjá okkur síðustu ár og skilað sínu hlutverki af fagmennsku. Hann mun nú mynda öflugt markvarðateymi með Jovan og Brynjari, sem tryggir okkur breidd í markmannsstöðunni fyrir komandi tímabil." Róbert verður því einn af þremur markvörðum hjá HK í Olís-deildinni í vetur en fyrr í sumar gekk Brynjar Vignir Sigurjónsson í raðir HK frá Aftureldingu. Fyrir var Jovan Kukobat hjá félaginu. HK endaði í 8.sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í 8-liða úrslitum gegn FH í úrslitakeppninni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.