Stefán Magni var maður leiksins. ((HSÍ)
U19 ára landslið karla mætti Sádí Arabíu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Egyptalandi sem fram fer þessa dagana. Það er skemmst frá því að segja að getumunur liðanna var augljós og héldu okkar strákar uppi háu tempói í leiknum. Íslendingar skoruðu fyrsta mark leiksins og litu ekki við öxl. Staðan í hálfleik var 22-11 fyrir Íslandi. Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Sádarnir reyndu fyrir sér í 7 á 6 en íslenska liðið refsaði þeim fyrir öll mistök. Sem dæmi um það skoraði markvörðurinn Sigurjón Bragi Atlason hvorki fleiri né færri en 5 mörk í autt mark andstæðinganna. Lokastaðan var 43-27 fyrir Íslandi og fjögur stig komin í sarpinn hjá liðinu. Á laugardaginn leikur liðið lokaleikinn í riðlakeppninni en þá mætir það Brasilíu. Brasilía lék líkt og íslenska liðið fyrsta leikinn í mótinu í gær og gerðu þá jafntefli 26-26 við Sádí Arabíu. Það má því búast við sambærilegum leik gegn Brössum á laugardaginn. Markaskor Íslands: Allir íslensku leikmennirnir komu við sögu í leiknum. Stefán Magni Hjartarson var valinn maður leiksins af mótshöldurum að leik loknum.
Stefán Magni Hjartarson 7 mörk, Ágúst Guðmundsson 6 mörk, Dagur Árni Heimisson 5 mörk, Sigurjón Bragi Atlason 5 mörk, Bessi Teitsson 3 mörk, Elís Þór Aðalsteinsson 3 mörk, Marel Baldvinsson 3 mörk, Dagur Leó Fannarsson 2 mörk, Daníel Montoro 2 mörk, Jens Bragi Bergþórsson 2 mörk, Andri Erlingsson 1 mark, Haukur Guðmundsson 1 mark, Hrafn Þorbjarnarson 1 mark, Garðar Ingi Sindrason 1 mark og Ingvar Dagur Gunnarsson 1 mark.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.