Annar stórsigur
(HSÍ)

Stefán Magni var maður leiksins. ((HSÍ)

U19 ára landslið karla mætti Sádí Arabíu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Egyptalandi sem fram fer þessa dagana. Það er skemmst frá því að segja að getumunur liðanna var augljós og héldu okkar strákar uppi háu tempói í leiknum. Íslendingar skoruðu fyrsta mark leiksins og litu ekki við öxl. Staðan í hálfleik var 22-11 fyrir Íslandi.

Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Sádarnir reyndu fyrir sér í 7 á 6 en íslenska liðið refsaði þeim fyrir öll mistök. Sem dæmi um það skoraði markvörðurinn Sigurjón Bragi Atlason hvorki fleiri né færri en 5 mörk í autt mark andstæðinganna.

Lokastaðan var 43-27 fyrir Íslandi og fjögur stig komin í sarpinn hjá liðinu. Á laugardaginn leikur liðið lokaleikinn í riðlakeppninni en þá mætir það Brasilíu. Brasilía lék líkt og íslenska liðið fyrsta leikinn í mótinu í gær og gerðu þá jafntefli 26-26 við Sádí Arabíu. Það má því búast við sambærilegum leik gegn Brössum á laugardaginn.

Markaskor Íslands:
Stefán Magni Hjartarson 7 mörk, Ágúst Guðmundsson 6 mörk, Dagur Árni Heimisson 5 mörk, Sigurjón Bragi Atlason 5 mörk, Bessi Teitsson 3 mörk, Elís Þór Aðalsteinsson 3 mörk, Marel Baldvinsson 3 mörk, Dagur Leó Fannarsson 2 mörk, Daníel Montoro 2 mörk, Jens Bragi Bergþórsson 2 mörk, Andri Erlingsson 1 mark, Haukur Guðmundsson 1 mark, Hrafn Þorbjarnarson 1 mark, Garðar Ingi Sindrason 1 mark og Ingvar Dagur Gunnarsson 1 mark.

Allir íslensku leikmennirnir komu við sögu í leiknum.

Stefán Magni Hjartarson var valinn maður leiksins af mótshöldurum að leik loknum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top