Fram staðfestir komu Dánjal
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dánjal Ragnarsson ((Fram handbolti)

Fram hefur samið við Dánjal Ragnarsson, 24 ára leikmann frá Færeyjum, sem kemur á láni frá færeyska félaginu Neistanum út tímabilið. Þetta segir í tilkynningu frá Fram sem birtist nú rétt í þessu.

,,Danjal er öflugur og metnaðarfullur leikmaður sem mun styrkja hópinn okkar enn frekar. Við hlökkum til að sjá hann láta til sín taka í bláu treyjunni á komandi vikum," segir ennfremur.

Handkastið greindi frá því fyrst allra að Dánjal væri mættur til landsins og byrjaður að æfa með Fram á dögunum. Í gær staðfesti færeyska liðið þær fregnir og nú í morgun tilkynnti Íslands- og bikarmeistarar Fram komu Dánjals.

Dánjal lék með liði ÍBV tvö og hálft tímabil frá árinu 2021 til áramóta 2023. Hann varð Íslandsmeistari með ÍBV tímabilið 2022/2023 en fór síðan aftur til Færeyja um mitt tímabil 2023/2024. Hann varð bikarmeistari með færeyska liðinu, VíF undanfarin tvö tímabil en hann varð bikarmeistari með félaginu tímabilið 2023/2024.

Fyrr í sumar gekk Dánjal til liðs við uppeldisfélag sitt, Neistinn og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Framundan er langt og strangt tímabil hjá Fram sem leika í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem spilaðir verða sex leikir fyrir áfram. 

Framarar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku í sumar en Reynir Þór Stefánsson hefur gengið í raðir Melsungen í Þýskalandi, Tryggvi Garðar Jónsson gekk í raðir Alpla Hard í Austurríki og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson gekk í raðir Sandefjord í Noregi. Þá liggur Magnús Öder Einarsson enn undir feldi en hann er samningslaus og íhugar framhaldið.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 12
Scroll to Top