Fram staðfestir komu Dánjal
(Fram handbolti)

Dánjal Ragnarsson ((Fram handbolti)

Fram hefur samið við Dánjal Ragnarsson, 24 ára leikmann frá Færeyjum, sem kemur á láni frá færeyska félaginu Neistanum út tímabilið. Þetta segir í tilkynningu frá Fram sem birtist nú rétt í þessu.

,,Danjal er öflugur og metnaðarfullur leikmaður sem mun styrkja hópinn okkar enn frekar. Við hlökkum til að sjá hann láta til sín taka í bláu treyjunni á komandi vikum," segir ennfremur.

Handkastið greindi frá því fyrst allra að Dánjal væri mættur til landsins og byrjaður að æfa með Fram á dögunum. Í gær staðfesti færeyska liðið þær fregnir og nú í morgun tilkynnti Íslands- og bikarmeistarar Fram komu Dánjals.

Dánjal lék með liði ÍBV tvö og hálft tímabil frá árinu 2021 til áramóta 2023. Hann varð Íslandsmeistari með ÍBV tímabilið 2022/2023 en fór síðan aftur til Færeyja um mitt tímabil 2023/2024. Hann varð bikarmeistari með færeyska liðinu, VíF undanfarin tvö tímabil en hann varð bikarmeistari með félaginu tímabilið 2023/2024.

Fyrr í sumar gekk Dánjal til liðs við uppeldisfélag sitt, Neistinn og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Framundan er langt og strangt tímabil hjá Fram sem leika í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem spilaðir verða sex leikir fyrir áfram. 

Framarar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku í sumar en Reynir Þór Stefánsson hefur gengið í raðir Melsungen í Þýskalandi, Tryggvi Garðar Jónsson gekk í raðir Alpla Hard í Austurríki og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson gekk í raðir Sandefjord í Noregi. Þá liggur Magnús Öder Einarsson enn undir feldi en hann er samningslaus og íhugar framhaldið.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top