Óvissa ríkir um þátttöku Garðars Más í vetur
(Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Garðar Már Jónsson ((Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Óvissa ríkir yfir þátttöku Garðars Más Jónssonar hægri hornamanns nýliða Þórs í Olís-deild karla. Þetta herma heimildir Handkastsins.

Garðar Már er enn samningsbundinn Þór og á eitt ár eftir af samningi sínum en ólíklegt þykir að Garðar spili með Þór í Olís-deildinni eins og staðan er í dag. Hefur Garðar ekki verið að æfa með Þórsliðinu á undirbúningstímabilinu,

Garðar Már hefur spilað vel með liði Þórs undanfarin ár en hann lék 15 af 16 leikjum liðsins í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim leikjum 25 mörk.

Þórsarar unnu deildina á síðustu leiktíð og leika í Olís-deildinni á nýjan leik á komandi tímabili.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top