Ísak Rafns hefur framlengt við ÍBV
(Eyjólfur Garðarsson)

Ísak Rafnsson ((Eyjólfur Garðarsson)

Varnarmaðurinn, Ísak Rafnsson hefur framlengt samning sinn við ÍBV um eitt ár en samningur hans við félagið rann út fyrr í sumar. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið en Ísak er staddur í Hollandi með liðinu sem er í æfingaferð.

Óvissa ríkti um framhald Ísaks með ÍBV en samningur hans eins og fyrr segir rann út fyrr í sumar. Nú hafa aðilar hinsvegar náð saman og er ljóst að Ísak mun leika með ÍBV á komandi tímabili í Olís-deildinni undir stjórn Erlings Richardssonar sem tók við liðinu af Magnúsi Stefánssyni.

Eftir að ljóst var að hinn ungi og efnilegi, Jason Stefánsson hafi slitið krossband fyrr í sumar á æfingu með U19 ára landsliðinu lá beinast við að Ísak fengi nýjan samning hjá ÍBV.

Nú verður fróðlegt og spennandi að sjá hvort Kári Kristján Kristjánsson verði næsti samningslausi leikmaður ÍBV sem fær samning og ritar undir hann en hann sagði á dögunum í samtali við Handkastið að hann hafi hvorki heyrt hóst né stunu frá ÍBV í tvö mánuði.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top