Olísdeildarlið á ferð og flugi
(Eyjólfur Garðarsson)

Sigtryggur Daði Rúnarsson ((Eyjólfur Garðarsson)

Undirbúningur fyrir handboltatímabilið er í fullum gangi þessa dagana og hafa liðin verið að leika talsvert af æfingarleikjum bæði hérlendis og erlendis.

Eyjamenn skelltu sér til Hollands í æfingarferð og léku gegn Hollandsmeisturum Aalsmeer. Heimamenn í Aalsmeer leiddu til að byrja með og var staðan í hálfleik 12-8 en Eyjamenn voru fljótir að ná undirtökunum í síðari hálfleik og unnu að lokum góðan sigur 31-36.

Markahæstu menn í leiknum voru Dagur Arnarsson 6 mörk, Ívar Bessi Viðarsson 5 mörk, Sigtryggur Daði Rúnarsson 5 mörk, Anton Frans Sigurðsson 5 mörk. Petra Jokanovic varði 10 skot (38% markvarsla) og Morgan Goði Garner varði 6 skot (35% markvarsla)

ÍBV spila annan æfingarleik á morgun, sunnudag gegn Hellas.

Hér heima fóru fram talsvert af leikjum bæði í karla og kvenna og verður hér stiklað á stóru. Undirritaður bendir lesendum á að ég hér munu öll úrslit koma fram um leið og þau berast.

Haukar fengu Stjörnuna í heimsókn á Ásvelli og höfðu betur 35-32. Annars Olísdeildar slagur fór fram í Mosfellsbæ þegar sem ÍR-ingar gerðu góða ferð og unnu 37-33. Nýliðar Þórs Akureyri unnu loks Fjölnismenn 35-22 í Grafarvoginum.

Tveir kvennaleikir fóru fram á föstudagskvöldinu og unnu Stjörnustelpur stórsigur 34-20 á Víking í Hekluhöllinni. FH og Fjölnir skildu jöfn í Kaplakrika 30-30. Karlalið FH unnu loks sigur á HK í Kórnum 32-28.

Þór Akureyri klárar bæjarferðina sína á morgun sunnudag með leik gegn Gróttu í Hertz höllinni klukkan 14:30.

Handkastið mun að sjálfsögðu fylgjast með gangi liðanna á undirbúningastímabilinu og minnir á að mailið er alltaf opið ef þið laumið á úrslitum [email protected]

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top