U19 karla ((HSÍ)
Íslenska karla landsliðið skipað 19 ára og yngri unnu Brasilíu í dag í lokaleik sínum í riðlakeppni HM sem fram fer í Egyptalandi. Leiknum lauk með sex marka sigri 25-19. ,,Þetta hafðist þrátt fyrir að við værum ekki að spila okkar besta leik í dag. Við vorum hægir og full værukærðir í sókninni,” sagði Heimir Ríkarðsson þjálfari liðsins í samtali við Handkastið. ,,Við förum með fullt af dauðafærum nær allan leikinn.” ,,Varnarlega vorum við þokkalegir í fyrri hálfleik en miklu betri í þeim seinni. Við hefðum átt að vinna þennan leik töluvert stærra en færanýtingin fór illa með okkur.” Frsmundan eru tveir leikir í milliriðli gegn Spáni og Serbíu. ,,En núna er bara fókus á næstu verkefni. Ég er sáttur með að fara með tvö stig í milliriðilinn og með góða markatölu.” ,,Nú þurfum við að halda áfram og gera enn betur í næsta leik,” sagði Heimir að lokum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.