Petar Jokanovic Pavel ((Eyjólfur Garðarsson)
Tveir æfingaleikir fóru fram í dag hjá íslensku liðunum annar í Hollandi og hinn á Seltjarnarnesi. Á Seltjarnarnesi mættust liðin sem gerðu sæta skipti á síðasta tímabili, Grótta sem féll úr Olís-deildinni og Þór frá Akureyri sem unnu Grill66-deildina. Þórsarar léku gegn Fjölni í gær og unnu þann leik sannfærandi 35-22. Grótta leiddi lék töluvert betur í fyrri hálfleik og var fimm mörkum yfir í hálfleik 20-15 en Þórsarar komu til baka í þeim seinni og að lokum skildu liðin jöfn 33-33 í hörkuleik. Þórður Tandri Ágústsson línumaður Þórs meiddist líttilega í byrjun leiks og lék því lítið í leiknum. Hafþór Vignisson var drjúgur í markaskori hjá Þór í leiknum en töluvert vantaði í lið Gróttu. Í lið Gróttu vantaði til að mynda Bessa Teitsson, Kára Kvaran, Atla Stein og markvörðinn, Hannes Pétur. Í Hollandi þar sem ÍBV eru í æfingaferð lék liðið sinn annan æfingaleik á jafn mörgum dögum en í gær lék liðið gegn Hollandsmeisturum Aalsmeer. ÍBV vann þann leik 36-31 eftir að hafa verið undir í hálfleik. Í dag liðið við yfir til Den Haag að keppa á móti heimamönnum í Hellas. Hellas eru nýliðar í hollensku úrvalsdeildinni en þeir unnu 1. deildina á síðasta tímabili Staðan í hálfleik var 19-11 fyrir Eyjamönnum og hélt ÍBV áfram í seinni hálfleik að hamra járnið. Lokatölur í leiknum voru 34-19 fyrir ÍBV. Markaskor í ÍBV: Markvarsla: Yfirferð um æfingaleiki síðustu daga og þá æfingaleiki sem framundan eru má sjá hér.
Andri Magnússon - 8 mörk
Jakob Ingi Stefánsson - 6 mörk
Dagur Arnarsson - 4 mörk
Kristófer Ísak Bárðarson - 3 mörk
Sigtryggur Daði Rúnarsson - 3 mörk
Ívar Bessi Viðarsson - 2 mörk
Anton Frans Sigurðsson - 2 mörk
Sveinn Rivera - 2 mörk
Hinnrik Hugi Heiðarsson - 1 mark
Nökkvi Snær Óðinsson - 1 mark
Daníel Þór Ingason - 1 mark
Haukur Leó Magnússon - 1 mark
Petar Jokanovic 10/21 eða 47,5% markvarsla
Morgan Goði Garner 10/18 eða 55% markvarsla
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.