ÍBV með annan sigur í Holland – Jafnt á Nesinu
(Eyjólfur Garðarsson)

Petar Jokanovic Pavel ((Eyjólfur Garðarsson)

Tveir æfingaleikir fóru fram í dag hjá íslensku liðunum annar í Hollandi og hinn á Seltjarnarnesi.

Á Seltjarnarnesi mættust liðin sem gerðu sæta skipti á síðasta tímabili, Grótta sem féll úr Olís-deildinni og Þór frá Akureyri sem unnu Grill66-deildina. Þórsarar léku gegn Fjölni í gær og unnu þann leik sannfærandi 35-22.

Grótta leiddi lék töluvert betur í fyrri hálfleik og var fimm mörkum yfir í hálfleik 20-15 en Þórsarar komu til baka í þeim seinni og að lokum skildu liðin jöfn 33-33 í hörkuleik.

Þórður Tandri Ágústsson línumaður Þórs meiddist líttilega í byrjun leiks og lék því lítið í leiknum. Hafþór Vignisson var drjúgur í markaskori hjá Þór í leiknum en töluvert vantaði í lið Gróttu.

Í lið Gróttu vantaði til að mynda Bessa Teitsson, Kára Kvaran, Atla Stein og markvörðinn, Hannes Pétur.

Í Hollandi þar sem ÍBV eru í æfingaferð lék liðið sinn annan æfingaleik á jafn mörgum dögum en í gær lék liðið gegn Hollandsmeisturum Aalsmeer. ÍBV vann þann leik 36-31 eftir að hafa verið undir í hálfleik.

Í dag liðið við yfir til Den Haag að keppa á móti heimamönnum í Hellas. Hellas eru nýliðar í hollensku úrvalsdeildinni en þeir unnu 1. deildina á síðasta tímabili  Staðan í hálfleik var 19-11 fyrir Eyjamönnum og hélt ÍBV áfram í seinni hálfleik að hamra járnið. Lokatölur í leiknum voru 34-19 fyrir ÍBV.

Markaskor í ÍBV:
Andri Magnússon - 8 mörk
Jakob Ingi Stefánsson - 6 mörk
Dagur Arnarsson - 4 mörk 
Kristófer Ísak Bárðarson - 3 mörk
Sigtryggur Daði Rúnarsson - 3 mörk 
Ívar Bessi Viðarsson - 2 mörk
Anton Frans Sigurðsson - 2 mörk
Sveinn Rivera - 2 mörk 
Hinnrik Hugi Heiðarsson - 1 mark 
Nökkvi Snær Óðinsson - 1 mark 
Daníel Þór Ingason - 1 mark 
Haukur Leó Magnússon - 1 mark 

Markvarsla:
Petar Jokanovic 10/21 eða 47,5% markvarsla 
Morgan Goði Garner 10/18 eða 55% markvarsla

Yfirferð um æfingaleiki síðustu daga og þá æfingaleiki sem framundan eru má sjá hér.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top