Þorleifur Rafn Aðalsteinsson ((Þorgils Garðar Gunnþórsson)
Fjölnismaðurinn uppaldi, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson, eða Tolli eins og hann er oft kallaður, er þessa dagana í óvissu hvort hann leiki handknattleik í vetur. Meiðsli setja þar stórt strik í reikninginn. Þorleifur er fæddur árið 2000 og hefur leikið með Fjölni alla tíð ef undanskilið er tímabilið 2023-2024 er hann var á mála hjá Víking en lék lítið sem ekkert vegna þrálátra meiðsla. "Ég er svona að hugsa það að taka mér pásu þar sem lærið er ennþá ekki orðið gott og ég sé ekki fyrir mér að geta tekið fullan þátt og verð því að sjá til aðeins með veturinn sem framundan er" sagði Þorleifur Rafn. Handkastið sendir batakveðjur til Þorleifs og vonar að hann jafni sig fljótt af þessum þrálátu meiðslum svo að hann geti snúið aftur í Grill 66 deildina með uppeldisfélaginu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.