Halldór Kristinn ((Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)
Þór Akureyri frumsýndu keppnistreyjur sínar á Instagram síðu sinni á laugardagskvöldið. Treyjurnar koma frá sænska íþróttavöruframleiðandanum Craft og eru hinar glæsilegustu. Það má sjá að hugsað hefur verið út í öll smáatriði. Á baki búningins er ártalið 1915 þegar Þór Akureyri var stofnað 6.júní og á ermunum er póstnúmerið 603. Treyjurnar eru komnar í forsölu fyrir áhugasama og kostar stykkið 9.990kr. Myndband af kynningunni má sjá hér að neðan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.